Anton einn besti bringusundsmaður Norðurlanda

Anton Sveinn McKee á HM í 25 metra laug í …
Anton Sveinn McKee á HM í 25 metra laug í Kína 2018. Ljósmynd/Simone Costrovillari

Anton Sveinn McKee er með árangri sínum síðustu árin orðinn einn besti bringusundsmaður á Norðurlöndunum frá upphafi. 

Anton á næstbesta tíma á Norðurlöndunum frá upphafi í tveimur vegalengdum í bringusundi. Þegar Anton stórbætti Íslandsmetið í 200 metra bringusundi í 25 metra laug á HM í Kína í gær þá synti hann á 2:04,38 mínútum. Er það næstbesti tími Norðurlandabúa í greininni í 25 metra laug frá upphafi. 

Fyrr í vikunni keppti Anton í 100 metra bringusundi á HM og bætti þá einnig eigið Íslandsmet. Þá synti hann á 57,57 sekúndum og er það einnig næstbesti tími Norðurlandabúa í greininni í 25 metra laug. 

Næsta sumar fer fram HM í 50 metra laug og verður áhugavert að sjá hversu langt Anton getur náð á því móti og hversu hratt hann syndir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert