Tvöföld gleði Aftueldingar í Neskaupstað

Afturelding vann nauman 3:2-sigur á Þrótti í karlaflokki.
Afturelding vann nauman 3:2-sigur á Þrótti í karlaflokki. Ljósmynd/Þróttur Neskaupstað

Karla- og kvennalið Aftureldingar í blaki gerðu afar góða ferð til Neskaupstaðar og unnu sigra á Þrótti Neskaupstað í Mizuno-deildunum í dag. 

Í karlalflokki hafði Afturelding betur, 3:2, eftir æsispennandi og jafnan leik. Þróttur komst í 1:0 með 25:14-sigri í fyrstu hrinu, en Afturelding svaraði með 25:22 og 25:16-sigrum í næstu tveimur hrinum. Þróttur jafnaði þá í 2:2 með 25:14-sigri í fjórðu hrinu en Afturelding vann oddahrinuna 21:19 eftir mikinn slag. 

Radoslaw Rybak og Potr Kempisty skoruðu 20 stig hvor fyrir Aftureldingu en Miguel Ramos skoraði 19 fyrir Þrótt. Afturelding er í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig og Þróttur í fimmta sæti með þrjú stig. 

Í kvennaflokki var sigur Aftureldingar öllu öruggari, 3:0. Hrinurnar þrjár voru hins vegar jafnar, en lokatölur urðu 25:19, 25:21 og 25:23, Aftureldingu í vil. Velina Apostolova skoraði 15 stig fyrir Aftureldingu og Laura Ortega gerði tíu fyrir Þrótt. 

Þrátt fyrir úrslitin er Þróttur Neskaupstað í fjórða sæti með 13 stig og Afturelding sæti neðar með 11 stig. 

Afturelding vann góðan 3:0-sigur á Þrótti Neskaupstað í kvennaflokki.
Afturelding vann góðan 3:0-sigur á Þrótti Neskaupstað í kvennaflokki. Ljósmynd/Þróttur Neskaupstað
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert