Ingólfur setti Íslandsmet

Ingólfur Ævarsson og Emil Ragnar Ægisson.
Ingólfur Ævarsson og Emil Ragnar Ægisson.

Ingólfur Ævarsson úr Stjörnunni setti nýtt Íslandsmet í jafnhendingu í 109 kg þyngdarflokki í ólympískum lyftingum á Jólamóti Stjörnunnar sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ á laugardaginn.

Ingólfur lyfti 167 kílóum í þriðju tilraun eftir að hafa mistekist að lyfta minni þyngdum í fyrstu og annarri tilraun. Fyrir það fékk hann 319,18 sinclair-stig.

Alls kepptu 23 konur og 18 karlar á mótinu og í efstu sætum urðu eftirtalin:

Karlar:

1.sæti: Ingólfur Ævarsson 319,18 sinclair
2.sæti: Emil Ragnar Ægisson 312,25 sinclair
3.sæti: Arnór Gauti Haraldsson 304,04 sinclair

Konur:

1.sæti: Birna Aradóttir 225,2 sinclair
2.sæti: Inga Arna Aradóttir 215,8 sinclair
3.sæti: Birta Líf Þórarinsdóttir 201,4 sinclair

Liðabikarinn fór til Lyftingafélags Reykjavíkur.

Öll úrslit má sjá inná http://www.results.lsi.is

Birta Líf Þórarinsdóttir, Birna Aradóttir og Inga Arna Aradóttir.
Birta Líf Þórarinsdóttir, Birna Aradóttir og Inga Arna Aradóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert