Óttaðist að Mourinho tæki við Brann

Erna Solberg.
Erna Solberg. AFP

Forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, segir að það séu engin leynileg samskipti milli hennar og Manchester United. Hún eyddi tísti í gærkvöldi þar sem hún óskaði Ole Gunnar Solskjær til hamingju með ráðningu knattspyrnustjóra Manchester United og skaut létt á José Mourinho í samtali við breska fjölmiðla.

„Ég eyddi tístinu þegar ég áttaði mig á því mér til skelfingar að ráðning Solskjær myndi opna leiðina fyrir Mourinho til að þjálfa mitt lið; Brann,“ sagði Solberg í samtali við Sky-fréttastofuna.

Að öllu gamni slepptu segir Solberg að hún hafi, líkt og flestir Norðmenn, beðið spennt eftir fréttum frá Old Trafford í gærkvöldi.

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

„Þegar ég sá það sem ég hélt að væri staðfesting á ráðningunni, tísti ég og óskaði Solskjær til hamingju en sá síðan að það var full snemmt,“ sagði Solberg. Hún bætti við að núna gæti hún óskað honum til hamingju og að þetta væri stór dagur fyrir norskan fótbolta.

Frétt Aftenposten.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert