Sigur í lokaleiknum

Bjartur Gunnarsson skoraði eitt marka Íslands í dag.
Bjartur Gunnarsson skoraði eitt marka Íslands í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland hafnaði í 5. sæti í 3. deild heimsmeistaramóts karla í íshokkí skipað leikmönnum 20 ára og yngri en mótinu lýkur í Skautahöllinni í Laugardal í dag. 

Ísland hafði betur gegn Tævan 5:3 í leiknum um 5. sætið í dag.  Ísland vann fjóra leiki af fimm í mótinu en tap gegn Tyrklandi gerði vonir liðsins um að komast upp um deild að engu. 

Sölvi Atlason, Styrmir Maack, Bjartur Gunnarsson, Einar Grant og Axel Orongan skoruðu mörk Íslands í dag og stoðsendingar áttu Axel Orongan, Heiðar Kristveigarson, Einar Grant, Gunnar Arason, Sigurður Þorsteinsson og Ágúst Ágústsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert