12 ára stúlka stal senunni

Agnes Brynjarsdóttir mundar spaðann.
Agnes Brynjarsdóttir mundar spaðann. Ljósmynd/Aðsend

Óhætt er að segja að Agnes Brynjarsdóttir, 12 ára gömul stúlka úr Víkingi, hafi stolið senunni á Adidas-stigamótinu í borðtennis sem fram fór í TBR-húsinu um liðna helgi.

Mjög góð þátttaka var í mótinu þar sem keppendur komu frá félögunum Víkingi, KR, BH, HK, Erninum og ÍFR. Agnes vann til gullverðlauna í 1. flokki kvenna og náði einnig silfri bæði í meistaraflokki kvenna og í 2. flokki karla.

Keppt var í sex flokkum og unnu keppendur Víkings fimm þeirra. Magnús K. Magnússon vann meistaraflokk karla og Nevene Tasic meistaraflokk kvenna, en bæði keppa þau fyrir Víking.

Sigurvegarar mótsins:

Í meistaraflokki karla: Magnús K. Magnússon, Víkingi
Í meistaraflokki kvenna: Nevene Tasic, Víkingi
Í 1. flokki kvenna: Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi
Í 1. flokki karla: Hlynur Sverrisson, Víkingi
Í 2. flokki karla: Örn Þórðarson, HK
Í eldri flokki karla: Pétur Ó. Stephensen, Víkingi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert