Besti árangur Sturlu á ferlinum

Sturla Snær Snorrason.
Sturla Snær Snorrason. AFP

Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, keppti á tveimur svigmótum fyrr í dag á Ítalíu. Mótin fóru fram í Val Palot.

Á fyrra mótinu endaði Sturla Snær í 7. sæti en gerði en betur í seinna mótinu og endaði í 3. sæti. Í báðum mótum hafði Sturla Snær rásnúmer 19 þannig að hann var 19. sterkasti keppandinn í mótinu miðað við heimslista FIS.

Fyrir mótin fær Sturla Snær 26,88 og 17,79 FIS-stig og er það mikil bæting á heimslistanum en þar er hann með 29,13 FIS-stig. Að sama skapi er seinna mótið það besta á ferlinum hjá Sturlu Snæ og mun hann taka stórt stökk á næsta heimslista. Í dag er hann í 468. sæti á heimslistanum í svigi en reikna má með að hann fari í um 300. sæti á heimslistanum eftir þessi mót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert