Hilmar féll í seinni ferðinni

Hilmar Snær Örvarsson.
Hilmar Snær Örvarsson. Lintao Zhang,Ljósmynd/ifsport

Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi féll í seinni ferðinni á lokamóti heimsbikars fatlaðra í svigi í Frakklandi í dag. Missti Hilmar þar með af möguleikanum á verðlaunum en hann var þriðji að fyrri ferðinni lokinni. 

Hilmar skíðaði á 51,08 sekúndum í fyrri ferðinni en þar sem hann náði ekki að ljúka seinni ferðinni er hann úr leik. 

Þar með er keppnistímabilinu lokið hjá Hilmari á alþjóðlegum mótum. Hann gerði það gott á tímabilinu og vann heimsbikarmót í svigi í Zagreb og hafnaði í 4. sæti í svigi á HM fatlaðra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert