Glímt um Grettisbeltið og Freyjumenið

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Marín Laufey Davíðsdóttir hafa bæði unnið …
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Marín Laufey Davíðsdóttir hafa bæði unnið Íslandsglímuna og þau mæta til leiks í Hafnarfirði í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag verður glímt í 109. skiptið um Grettisbeltið og í 20. skipti um Freyjumenið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en þar fer Íslandsglíman 2019 fram.

Keppnin átti að hefjast klukkan 14 en var seinkað til klukkan 17 vegna veðurs og ófærðar.

Fimm keppendur eru skráðir í karlaflokki. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson úr ÚÍA getur unnið Grettisbeltið í fjórða sinn. Sex keppendur eru skráðir í kvennaflokki. Tvær glímudrottningar keppa á mótinu, þær Kristín Embla Guðjónsdóttir úr ÚÍA, glímudrottningin 2018, og Marín Laufey Davíðsdóttir úr HSK, sem hefur fimm sinnum orðið glímudrottning.

Í tilefni af 20 ára afmæli Freyjumensins mun Inga Gerða Pétursdóttir vera heiðursgestur mótsins, en hún var fyrsti handhafi Freyjumensins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert