Jana ný glímudrottning - Ásmundur vann í fjórða sinn

Jana Lind Ellertsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson með verðlaunin.
Jana Lind Ellertsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson með verðlaunin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jana Lind Ellertsdóttir úr HSK varð glímudrottning Íslands í fyrsta skipti í gær en Ásmundur Hálfdán Ásmundsson úr UÍA varð hins vegar glímukóngur í fjórða skipti þegar Íslandsglíman 2019 var haldin í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.

Jana bar sigurorð af margfaldri glímudrottningu, Marín Laufeyju Davíðsdóttur úr HSK, og fékk Freyjumenið til varðveislu. Þær skildu jafnar og unnu aðra mótherja sína en Jana hafði síðan betur í úrslitaviðureign. Marta Lovísa Kjartansdóttir úr UÍA hlaut bronsverðlaunin.

Ásmundur Hálfdán vann alla fjóra andstæðinga sína og tók við Grettisbeltinu. Hjörtur Elí Steindórsson úr UÍA og Sigurður Óli Rúnarsson úr Herði urðu jafnir í 2. til 3. sæti en Hjörtur hafði betur í úrslitaviðureign um silfurverðlaunin.

Verðlaunahafarnir í karlaflokki.
Verðlaunahafarnir í karlaflokki. mbl.is/Kristinn Magnússon
Verðlaunahafarnir í kvennaflokki.
Verðlaunahafarnir í kvennaflokki. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson tekur við sínum verðlaunum.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson tekur við sínum verðlaunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Jana Lind Ellertsdóttir tekur við sínum verðlaunum.
Jana Lind Ellertsdóttir tekur við sínum verðlaunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert