Slæmt tap í fyrsta leik í Mexíkó

Robbie Sigurðsson með pökkinn í dag.
Robbie Sigurðsson með pökkinn í dag. Ljósmynd/Bjarni Helgason

Íslenska karlalandsliðið í íshokkíi mátti þola 3:6-tap fyrir Ísrael í fyrsta leik sínum í B-deild 2. deildarinnar á heimsmeistaramótinu í Mexíkó í dag. 

Björn Már Jakobsson skoraði eina mark Íslands í fyrsta leikhluta, en staðan eftir hann var 2:1, Ísrael í vil. Ísrael komst í 4:1 í öðrum leikhluta, áður en Sölvi Atlason minnkaði muninn í 4:2 og þannig var staðan eftir annað leikhluta. 

Róbert Sigurðsson minnkaði muninn í 4:3 skömmu fyrir leikslok, en Ísrael skoraði tvö mörk í blálokin, þegar íslenska liðið freistaði þess að jafna metin. Ísland mætir Norður-Kóreu í öðrum leik sínum á morgun kl. 18 að íslenskum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert