Bjargað úr brennandi bát

Wladimir Klitschko
Wladimir Klitschko AFP

Wladimir Klitschko, fyrrverandi heimsmeistara í þungavigt í hnefaleikum, var bjargað úr brennandi bát á mánudagsmorgun. Atvikið átti sér stað á siglingu á milli Ibiza og Mallorca. 

Klitschko lagði hanskana á hilluna eftir tap gegn Anthony Joshua árið 2017, en orðrómur um endurkomu Úkraínumannsins hefur verið á kreiki. 

„Bátsferðin okkar endaði með að það kviknaði í bátnum og strandgæslan þurfti að bjarga fjölskyldunni. Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur, það er í lagi með okkur öll," skrifaði hann á Twitter. 

Klitschko varð Ólympíumeistari í Atlanta 1996 og vann 64 af 69 bardögum sínum sem atvinnumaður. Hann var á sínum tíma ríkjandi heimsmeistari í tæplega 5.000 daga og er að mörgum talinn sá besti í þungavigt frá upphafi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert