Hlynur bætti eigið Íslandsmet

Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. Ljósmynd/Scott W. Grau

Hlauparinn Hlynur Andrésson bætti í gærkvöld eigið Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi þegar hann tók þátt á móti í Belgíu, KBC Nacht. Fyrra metið hafði staðið í 15 mánuði.

Hlaupið var í fjórum riðlum í gærkvöldi og hafnaði Hlynur í níunda sæti í sínum riðli á tímanum 13:57,89 mínútum. Fyrra met hans var sett í Bandaríkjunum í apríl í fyrra og var 13:58,91 mínútur.

Þetta er í þriðja sinn sem Hlynur bætir Íslandsmetið í greininni en hann hefur nú átt það í rúm tvö ár eða síðan hann sló það fyrst í apríl 2018. Þá hljóp hann á 14:00,83 og sló sjö ára gamalt met Kára Steins Karlssonar sem var 14:01,99 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert