Val sem kemur ekki á óvart

Simone Biles
Simone Biles AFP

Simone Biles, heims og ólympíumeistari í fjölþraut í áhaldafimleikum, var í gærkvöldi valin fimleikakona ársins í Bandaríkjunum. 

Líklega átti engin von á öðru en Biles vann til sex gullverðlauna á HM í Stuttgart í haust. 

Yfirburðir hennar í íþróttinni um þessar mundir eru slíkir að hún gæti hæglega leikið þetta eftir á Ólympíuleikunum í Tókíó næsta sumar. Í Ríó 2016 fékk hún fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert