Dómari blóðgaður (myndskeið)

Dómararnir róa mannskapinn í leiknum í nótt.
Dómararnir róa mannskapinn í leiknum í nótt. AFP

Furman South, dómari í NHL-deildinni í íshokkí, var seinheppinn í nótt þegar hann dæmi viðureign New York Rangers og Washington Capitals í Madison Square Garden á Manhattan í nótt. 

South fékk pökkinn beint á kjammann að því er virtist en pökkurinn er grjótharður og því um töluvert högg að ræða. 

South fékk þó ekki markskot í sig sem var bót í máli. Ein helsta stjarna deildarinnar, Alex Ovechkin, sendi pökkinn í battann og þaðan small hann í andliti dómarans. 

South fékk aðhlynningu á ísnum en hélt að því loknu starfi sínu áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert