Þrettán Íslendingar á NM í Danmörku

Íslenska landsliðið og þjálfarar á NM í karate.
Íslenska landsliðið og þjálfarar á NM í karate. Ljósmynd/Karatesamband Íslands

Landslið Íslands í karate á þrettán fulltrúa á Norðurlandamótinu sem fer fram í Kolding í Danmörku á morgun, laugardaginn 23. nóvember. Lið Íslands skipa:

Í fullorðinsflokkum:

Aron Anh Ky Huynh, kata

Iveta Ivanova, kumite

Máni Karl Guðmundsson, kumite

Ólafur Engilbert Árnason, kumite

Svana Katla Þorsteinsdóttir, kata

Í 16-17 ára flokkum:

Freyja Stígsdóttir, kata

Samuel Josh Ramos, kumite

Þórður Jökull Henrysson, kata

Í 14-15 ára flokkum:

Eydís Magnea Friðriksdóttir, kata

Hugi Halldórsson, kata og kumite

Oddný Þórarinsdóttir, kata

Tómas Pálmar Tómasson, kata

Viktoría Ingólfsdóttir, kumite

Þjálfarar Íslands á mótinu eru Ingólfur Snorrason, Halldór Stefánsson og María Helga Guðmundsdóttir.

Eftir frábæran árangur á Smáþjóðamótinu í Reykjavík, þar sem allir í landsliðshópnum blönduðu sér í toppbaráttuna, er stefnan sett hátt um helgina. Allt sterkasta karatefólk Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna er mætt til leiks.

Keppnin hefst klukkan 8 að íslenskum tíma Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af mótinu á eftirfarandi YouTube-rás:

https://youtu.be/Gc581y9YBEY

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert