Besti tími Eyglóar á árinu

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Eygló Ósk Gústafsdóttir hafnaði í sjötta sæti í sínum riðli í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug en undanrásum í greininni var að ljúka í Glasgow.

Eygló náði sínum besta tíma á árinu, 2:10,46 mínútur, en Íslandsmet hennar frá 2015 er 2:03,52 mínútur. Hún hafnaði í 18. sæti af 24 keppendum í greininni. Átta bestu komust í úrslitasundið sem fer fram síðdegis.

Dadó Fenrir Jasminuson keppti í undanrásunum í 50 metra skriðsundi karla. Hann var í öðrum riðli af sjö og varð þar í áttunda sæti af níu keppendum á 22,59 sekúndum og í heildina í 58. sæti af 68 keppendum í greininni. Íslandsmetið sem Dadó deilir með Árna Má Árnasyni er 22,29 sekúndur.

Dadó Fenrir Jasminuson.
Dadó Fenrir Jasminuson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert