Kristinn varð sjötti í sínum riðli

Kristinn Þórarinsson.
Kristinn Þórarinsson. mbl.is/Hari

Kristinn Þórarinsson keppti síðastur af íslenska sundfólkinu í undanrásunum á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Glasgow í dag en hann var að ljúka keppni í 200 metra fjórsundi.

Kristinn varð sjötti í þriðja riðli af sex, synti á 2:00,44 mínútum og hafnaði í 37. sæti af 53 keppendum í greininni. Besti tími hans er 2:00,04 mínútur. Íslandsmet Arnar Arnarsonar í greininni frá árinu 2003 er 1:57,91 mínúta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert