Óþekktir andstæðingar í dag - fyrirliðinn úr leik

Ingvar Þór Jónsson getur ekki leikið með landsliðinu í Rúmeníu …
Ingvar Þór Jónsson getur ekki leikið með landsliðinu í Rúmeníu vegna meiðsla og missir í fyrsta skipti í sögunni af landsleik Íslands. Hann hefur spilað alla 103 landsleikina til þessa. Ljósmynd/Stefán Örn Sigurðsson

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí er nú statt í borginni Brasov í Rúmeníu og tekur þátt í undankeppni fyrir Ólympíuleikana ásamt Kirgistan, Ísrael og Rúmeníu.

Sigurður Sigurðsson er með íslenska liðinu í Brasov og skrifar eftirfarandi um verkefni dagsins:

<em>Fyrsti leikurinn fer fram í dag en þá mætir Ísland liði Kirgistan en þetta mun vera í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast á ísnum. Lítið er því vitað um styrk mótherjanna sem eru neðar á heimslistanum, en sem stór þjóð og sem eitt af fyrrum ríkjum Sovétríkjanna er aldrei að vita hvaða mannskap þeir geta mætt með til leiks.</em> <em> </em> <em>Íslenska liðið lítur vel út og strákarnir eru spenntir fyrir verkefninu. Það eru þó ákveðin tímamót hjá liðinu því fyrirliði liðsins, Ingvar Þór Jónsson, varð að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, en þetta er fyrsta landsliðsverkefnið sem hann missir af síðan liðið var sett á laggirnar 1999. Róbert Pálsson ber því fyrirliðabandið núna og mun gera það vel.</em> <em> </em> <em>Leikurinn í dag hefst kl. 15:00 að staðartíma eða kl. 13:00 á Íslandi. Áhugasamir geta fylgst með leiknum í beinni í streymi í gegnum <a href="https://www.iihf.com/en/events/2020/ogqp1k" target="_blank">heimasíðu IHF</a></em>

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert