Silfurverðlaun á heimsbikarmóti

Hilmar Snær Örvarsson.
Hilmar Snær Örvarsson. mbl.isHari

Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi heldur áfram að gera það gott í skíðabrekkunum. Í dag vann hann til silfurverðlauna í svigi í Prato Nevoso á Ítalíu. 

Finninn Santeri Kilveri sigraði og var um þremur sekúndum á undan Hilmari. Hilmar keppti á tveimur öðrum mótum á Ítalíu en féll í fyrstu tveimur. 

Hilmar Snær byrjar nýja árið á svipuðum nótum og hann lauk því fyrra en rétt fyrir jól fékk hann silfur í svigi í Sviss á Evrópumótaröð IPC en nú var um heimsbikarmótaröð IPC að ræða.

Hilmar er væntanlegur aftur til Íslands á morgun en í lok janúarmánaðar heldur hann til Jansa í Slóvakíu til að taka þátt í móti innan Evrópumótaraðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert