Mun ganga hægt um gleðinnar dyr

Íslandsmótið er nú byrjað aftur. Úr viðureign Stjörnunnar og Gróttu …
Íslandsmótið er nú byrjað aftur. Úr viðureign Stjörnunnar og Gróttu í gærkvöldi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Betra er að hafa elskað og misst, en að hafa aldrei elskað yfir höfuð sagði skáldið einhvern tímann. Undanfarnar vikur og mánuði hef ég byrjað að véféngja sannleiksgildi þessa spakmælis samhliða því hvernig ástin rennur mér sífellt úr greipum.

Fyrsti missirinn var í vor, þegar heimsfaraldur kippti undan mér fótunum þegar ég var rétt að komast á skrið. Stutt var í örlagastundir stærstu deilda Evrópu þar sem menn hljóta vegsemd og frægð í stærstu leikjunum.

Þá var komin sú stund í Meistaradeildinni þar sem menn duga eða drepast, sjálfri útsláttarkeppninni. Og þá kom skellurinn. Veiruskrattinn óð yfir byggðir heimsins og fótboltinn var flautaður af.

Sjá bakvörð dagsins í  heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert