Snorri upp um átta sæti

Snorri Einarsson í skíðagöngu í Seefeld á síðasta ári.
Snorri Einarsson í skíðagöngu í Seefeld á síðasta ári. AFP

Snorri Einarsson var með 44. besta tímann í heimsbikarnum í skíðagöngu í Ruka í Finnlandi í dag. Snorri byrjaði daginn í 66. sæti í heildarkeppninni en vann sig upp í það 58. með frammistöðunni í dag.

Ástæðan fyrir því að Snorri byrjaði daginn svo neðarlega var sú að hann keppti ekki í fyrstu keppni bikarsins og var því skráður síðastur í henni. Það kom til vegna falskrar jákvæðrar niðurstöðu úr kórónuveiruprófi.

Í dag lauk fyrstu keppni í heimsbikarnum, þar sem fór fram 15 km ganga með frjálsri aðferð og eltiræsingu.

Næsta keppni hjá Snorra átti að vera um næstu helgi í Lillehammer í Noregi. Þeirri keppni hefur þó verið aflýst og því er framhaldið óljóst. Snorri stefnir þó á að taka þátt í Tour de Ski sem hefst 1. janúar á nýju ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert