Úrslitakeppnin í íshokkíinu hefst á þriðjudaginn

SA og Fjölnir mætast í úrslitaleikjunum bæði hjá körlum og …
SA og Fjölnir mætast í úrslitaleikjunum bæði hjá körlum og konum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Úrslitakeppnin um Íslandsmeistara karla og kvenna í íshokkí hefst strax næsta þriðjudag en ákveðið hefur verið að fella niður þá leiki sem eftir voru á Íslandsmótinu.

Þegar lá fyrir að SA og Fjölnir myndu mætast í úrslitaeinvígjunum, bæði hjá körlum og konum, og leikirnir sem eftir voru höfðu því engin áhrif á lokastöðuna.

Fyrsti úrslitaleikur kvenna fer fram á Akureyri næsta þriðjudag, 20. apríl, og síðan verður leikið í Egilshöll 22. apríl og á Akureyri 24. apríl en þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari.

Fyrsti úrslitaleikur karlanna fer fram á Akureyri 24. apríl, annar í Egilshöll 27. apríl og sá þriðji á Akureyri 29. apríl. 

Skautafélag Akureyrar er handhafi Íslandsbikarsins í kvennaflokki.
Skautafélag Akureyrar er handhafi Íslandsbikarsins í kvennaflokki. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert