GOG hafði betur í baráttunni um bronsið

Viktor Gísli Hallgrímsson varði tólf skot í marki GOG.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði tólf skot í marki GOG. AFP

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik fyrir GOG þegar liðið vann fjögurra marka sigur gegn Holstebro í oddaleik liðanna um þriðja sæti dönsku úrslitakeppninnar í handknattleik í Gudme í Danmörku í dag.

Leiknum lauk með 33:29-sigri GOG en Viktor Gísli varði tólf skot í marki GOG og var með tæplega 32% markvörslu.

Óðinn Ríkharðsson komst ekki á blað hjá Holstebro en hornamaðurinn átti tvö skot á markið í leiknum.

GOG vann einvígið samtals 2:1 en liðið hafnaði í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert