Reyndi eins og ég gat að vinna úr föðurmissinum

„Ólympíuleikarnir í Tókýó voru gríðarleg vonbrigði fyrir mig,“ sagði Anton Sveinn McKee, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og þrefaldur Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Anton Sveinn, sem er 27 ára gamall, ætlaði sér stóra hluti á leikunum í Tókýó í sumar en hann var eini íslenski keppandinn af fjórum sem náði lágmarki fyrir leikana.

Sundmaðurinn missti föður sinn í desember á síðasta ári og hafði það mikil áhrif á bæði undirbúning hans og frammistöðu í Japan.

„Ég missti pabba í desember, sex mánuðum fyrir leikana, ég reyndi að vinna eins vel úr því og ég gat,“ sagði Anton.

„Ég reyndi að gera mitt besta úr erfiðri stöðu enda ætlaði ég mér að toppa á Ólympíuleikunum sem tókst ekki og jörðin féll í raun bara undan mér,“ sagði Anton meðal annars.

Viðtalið við Anton Svein í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert