Sigþóra og Baldvin meistarar

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, lengst til hægri, á Meistaramóti Íslands síðustu …
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, lengst til hægri, á Meistaramóti Íslands síðustu helgi. Íris Dóra Snorradóttir er lengst til hægri. Ljósmynd/fri.is

Í gærkvöldi fór fram Meistaramót Íslands í hálfu maraþoni samhliða Akureyrarhlaupinu. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA kom fyrst í mark í hálfu maraþoni kvenna. Baldvin Þór Magnússon einnig úr UFA kom fyrstur í mark í hálfu maraþoni karla. 

Sigþóra kom í mark á tímanum 01:20:43.

Í öðru sæti var Íris Dóra Snorradóttir úr FH en hún kom í mark á tímanum 01:25:30. 

Í þriðja sæti var svo Linda Heiðarsdóttir úr ÍR sem kom í mark á tímanum 01:33:29. 

Hálf maraþon karla

Baldvin Þór kom í mark á tímanum 1:08:48. 

Í öðru sæti var Arnar Pétursson úr Breiðabliki sem kom í mark á tímanum 1:09:16

Guðmundur Daði Gunnlaugsson úr FH var svo þriðji. Hann kom í mark á tímanum 01:14:54

Baldvin Þór Magnússon á Meistaramóti Íslands síðustu helgi.
Baldvin Þór Magnússon á Meistaramóti Íslands síðustu helgi. mbl.is/Kristvin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert