Erna stórbætti metið - fjórtánda í heiminum í ár

Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að bæta metin sín og …
Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að bæta metin sín og í kvöld bætti hún Íslandsmetið innanhúss um 36 sentimetra. mbl.is/Hákon

ÍR-ingurinn Erna Sóley Gunnarsdóttir er áfram í hörkuformi í kúluvarpinu í Bandaríkjunum og í kvöld stórbætti hún eigið Íslandsmet innanhúss á háskólamóti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó.

Erna kastaði kúlunni 17,70 metra en vikugamalt Íslandmet sem hún setti í Texas um síðustu helgi var 17,34 metrar.

Þetta er ellefta lengsta kast Evrópubúa á þessu ári og það fjórtánda lengsta í heiminum frá áramótum.

Þá náði Baldvin Þór Magnússon úr UFA besta tíma Íslendings frá upphafi í míluhlaupi innanhúss á móti í Notre Dame í Indiana. Hann hljóp á 3:57,12 mínútum og átti sjálfur besta tímann áður, 3:58,08 mínútur á síðasta ári. Þetta er ekki viðurkennt sem Íslandsmet þar sem hlaupið var á 300 metra braut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert