HK hafði betur í Neskaupstað

Heba Sól Stefánsdóttir úr HK í sókn í leiknum í …
Heba Sól Stefánsdóttir úr HK í sókn í leiknum í gær. Þróttararnir María Jimenez og Hrefna Ágústa Marinósdóttir verjast í blokkinni. Ljósmynd/Sigga Þrúða

HK sigraði Þrótt úr Fjarðabyggð, 3:1, þegar liðin mættust í neðri hlutanum í krossspili úrvalsdeildar kvenna í blaki í Neskaupstað í gær.

Þróttur endaði í fimmta sæti og HK í sjötta sæti í hefðbundinni keppni úrvalsdeildarinnar í vetur og eru í neðra krossspilinu ásamt Völsungi sem endaði í fjórða sæti og Þrótti úr Reykjavík sem varð í sjöunda og neðsta sæti.

Eftir þennan sigur er HK efst með sex stig, Völsungur er með þrjú en Þróttur Fjarðabyggð og Þróttur Reykjavík eru án stiga.

HK vann fyrstu hrinu, 25:17, og Þróttur aðra hrinu 26:24. Næstu tvær voru spennandi en HK vann þær báðar, 25:21 og 25:20.

Stigahæstar í liði HK voru Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal með 21 stig og Þórdís Guðmundsdóttir með 14. Stigahæstar hjá Þrótti Fjarðabyggð voru Ester Rún Jónsdóttir og Paula Miguel de Blaz, báðar með 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert