Birgir Leifur: 16. holan erfiðust

„Ég ætla að vona að ég sé klár í slaginn,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson ríkjandi Íslandsmeistari í golfi við mbl.is í dag, en Íslandsmótið hefst í fyrramálið á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG, sem er einmitt golfklúbbur Birgis Leifs.

„Ég held að 16. holan gæti skipt miklu máli á vellinum. Hún er flott par 5 hola. Þú getur tekið séns. Þú getur líka spilað hana skynsamlega. Þannig gæti hún reynt svolítið á þolinmæðina. Þú getur tapað mótinu á þeirri holu,“ sagði Birgir Leifur við mbl.is í dag.

„Það er gaman að fá loksins Íslandsmótið á heimavöllinn. Við höfum beðið lengi eftir því, og þetta er flott á þessum tímamótum á 20 ára afmæli GKG,“ sagði Birgir Leifur.

Viðtalið við Birgi Leif Hafþórsson má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Fyrstu kylf­ing­ar verða ræst­ir út klukk­an 7.30 á Leir­dals­velli í fyrra­málið. Íslands­mótið í golfi stend­ur yfir til sunnu­dags og þá verða Íslands­meist­ar­ar karla og kvenna í golfi krýnd­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert