Birgir Leifur með fjögurra högga forystu

Birgir Leifur Hafþórsson hefur leikið frábærlega og slær hér í …
Birgir Leifur Hafþórsson hefur leikið frábærlega og slær hér í dag.

Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson er í góðri stöðu þegar Íslandsmótið í golfi á Leirdalsvelli er hálfnað, en nú að loknum öðrum hring hefur hann fjögurra högga forskot.

Birgir Leifur lék á fimm undir pari í gær og hafði þriggja högga forskot að fyrsta degi loknum, en hann bætti í á öðrum degi í dag, lék á þremur höggum undir pari og er samtals á átta undir pari.

Annar er Sigmundur Einar Másson á fjórum höggum undir pari, en hann lék á 67 höggum í dag. Þriðji er Þórður Rafn Gissurarson á tveimur höggum undir pari. Gísli Sveinbergsson var annar að loknum fyrsta degi en hann er nú fjórði á einu höggi undir pari.


Staða efstu manna er þessi:

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (-8)
Sigmundur Einar Másson, GKG (-4)
Þórður Rafn Gissurarson, GR (-2)
Gísli Sveinbergsson (-1)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert