McIlroy rétti úr kútnum

Rory McIlroy bjargar sér úr glompu á fimmtu holu í …
Rory McIlroy bjargar sér úr glompu á fimmtu holu í dag. AFP

Efsti maður heimslistans, kylfingurinn Rory McIlroy, kom sterkur til baka á öðrum keppnisdegi á PGA-útsláttarmóti í New Jersey í Bandaríkjunum.

McIlroy lék fyrsta hringinn á 74 höggum en bætti sig umtalsvert í dag, spilaði á 65 höggum eða sex undir pari og er samtals á þremur höggum undir pari. Hann fékk sex fugla á hringnum í dag og er fimm höggum á eftir þeim Adam Scott og Cameron Tringale sem eru efstir og jafnir.

Menn eins og Ian Poutler og Luke Donald komust ekki í gegnum niðurskurðinn. McIlroy leitar nú að fjórða sigri sínum í röð, en hann hampaði PGA-meistaratitlinum á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert