Rory McIlroy lék á 78 höggum

Rory McIlroy á hringnum í dag.
Rory McIlroy á hringnum í dag. AFP

Rory McIlroy, efsti kylfingur heimslistans, komst ekki í gegnum niðurskurðinn í dag á BMW-meistaramótinu á Evrópumótaröðinni. McIlroy er fimm yfir pari eftir 36 holur og fjórum höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð keppenda. 

McIlroy lék fyrsta hringinn á 71 höggi og annan hringinn í dag á 78 höggum sem er skelfilegt skor fyrir besta kylfing heims en mótið fer fram á Wentworth í Englandi.

 Frammistaða McIlroy er mótshöldurum væntanlega mikil vonbrigði og dregur vafalítið úr áhuga fólks á mótinu um helgina. McIlroy hefur unnið tvo af síðustu þremur mótum sem hann hefur tekið þátt í á PGA-mótaröðinni en erlendir golfblaðamenn velta fyrir sér hvort hann sé búinn að keppa of mikið á skömmum tíma og þurfi aðeins að hlaða rafhlöðurnar. 

Francesco Molinari er efstur á mótinu á samtals 10 undir pari og hefur eins höggs forskot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert