Spieth byrjar illa á The Barclays

Jordan Spiet spilaði ekki vel á opunardegi The Barclays.
Jordan Spiet spilaði ekki vel á opunardegi The Barclays. AFP

Jordan Spieth byrjar afar illa á The Barclays og hann sagði sjálfur við bandaríska fjölmiðla í dag að þetta væri hans versti í nokkur ár. Spieth spilaði á 74 höggum, eða fjórum yfir pari vallarins. Þetta er einungis í þriðja sinn í 33 hringjum sem hann spilar á yfir pari.

Mótið er það fyrsta í úrslitakeppninni á þessari leiktíð en 125 stigahæstu kylfingarnir á PGA mótaröðinni á tímabilinu unnu sér rétt til að keppa í mótinu.

„Ég var ekki með í dag. Ég var eitthvað ryðgaður með fleygjárnin og einnig voru ákvarðanatökur rangar í dag. Venjulega þegar mér gengur vel í byrjun þá snýst þetta ekki svona hjá mér. Þetta var að því leyti einstakur hringur hjá mér,“ sagði Spieth eftir hringinn í dag.

Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir í mótinu og þar á meðal Bubba Watson sem var með Spieth í holli en níu högg munar á þeim félögum.

Bubba, Spencer Levin, Camilo Villegas og Tony Finau léku allir á 65 höggum og leiða mótið, en sex kylfingar eru höggi á eftir þeim og þar á meðal er Jason Dufner.

„Ég náði ekki í gegnum niðurskurðinn á þessum velli í síðasta skipti sem ég var hér og því er ég augljóslega ánægður með umskiptin þar sem ég á góða möguleika að komast í gegn núna,“ sagði Bubba eftir opnunarhringinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert