Gísli skilaði vinningi

Gísli Sveinbergsson.
Gísli Sveinbergsson.

Gísli Sveinbergsson, kylfingurinn efnilegi úr Keili, varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í gamalgróinni keppni í golfi. Þar reyna með sér úrvalslið unglinga frá Bretlandi og Írlandi annars vegar og úrvalslið skipað kylfingum annars staðar úr álfunni. Fyrirkomulagið er ekki ósvipað því sem gerist í keppninni um Ryder-bikarinn.

Gísli gerði vel og vann leik gegn Calum Fyfe frá Skotlandi nokkuð örugglega 3/2. Gísli og Svíinn Tim Wilding töpuðu naumlega 1/0 í fjórmenningi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert