Frumraunin í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mbl.is/Styrmir Kári

Frumraun Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, kylfings úr Golfklúbbi Reykjavíkur, á Evrópumótaröðinni í golfi verður væntanlega í Marokkó í maí. Þá fer fram Lalla Myryem Cup dagana 5.-8. maí. Verður það fyrsta mótið sem nýliðarnir þrjátíu komast í sem unnu sér inn keppnisrétt í gegnum úrtökumótin fyrir áramót.

„Þessar þrjátíu ættu að fá keppnisrétt á öllum mótum sem eru haldin af Evrópumótaröðinni eingöngu. Ef allt er eðlilegt. En þegar Evrópumótaröðin heldur mót í samstarfi við aðrar mótaraðir fá kylfingar á þeim mótaröðum einnig keppnisrétt og þá eru færri sæti í boði fyrir okkur,“ sagði Ólafía þegar Morgunblaðið spjallaði við hana.

Keppni á Evrópumótaröðinni hefst í þessum mánuði í Ástralíu og í Nýja-Sjálandi í samstarfi við mótaraðir í þeirri álfu. Ólafía dvaldi á Spáni á dögunum ásamt hinum nýliðunum tuttugu og níu og voru þær þá settar inn í ýmislegt sem viðkemur lífinu á mótaröðinni.

Nánar er rætt við Ólafíu Þórunni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert