Walker og Streb efstir

Robert Streb
Robert Streb AFP

Bandaríkjamennirnir Jimmy Walker og Robert Streb eru efstir á PGA-meistaramótinu í golfi þegar mótið er rétt liðlega hálfnað en enn eru nokkrir kylfingar úti á vellinum.

Eru þeir á níu höggum undir pari vallarins en Streb átti magnaðan hring í kvöld og lék á 63 höggum. Ekki þekktustu nöfnin í bransanum en hafa sýnt fá veikleikamerki fyrstu tvo dagana.

Argentínumaðurinn Emiliano Grillo fylgdi góðum gærdegi vel á eftir í dag og er samtals sjö undir pari eins og efsti maður heimslistans, Jason Day frá Ástralíu. 

Fleiri stórlaxar kom þar á eftir eins og Svíinn Henrik Stenson á -6 og Þjóðverjinn Martin Kaymer á -5. 

Nokkrir af sterkustu kylfingum Bandaríkjamanna eiga einnig möguleika eins og Patrick Reed -5, Rickie Fowler -4, Jordan Spieth -3 og Zach Johnson -3. 

N-Írinn Rory McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurðinn og lauk leik á samtals 3 yfir pari. Dustin Johnson sem sigraði á Opna bandaríska í síðasta mánuði og hafnaði í 143. sæti á 9 yfir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert