Birgir Leifur í toppbaráttunni

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson er í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á Áskorendamótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumótaröð í Evrópu í karlaflokki. Birgir Leifur er samtals á -11 eftir 54 holur en hann lék frábært golf á 1. og 3. keppnisdegi mótsins. Hann fór upp um 40 sæti í gær og er í 8. sæti fyrir lokahringinn.

Mótið fer fram á Englandi. Bridgestone Challenge-mótið fer fram á Heythrop Park Resort við Oxford. Þetta er sjötta mótið hjá Birgi á þessari leiktíð á Áskorendamótaröðinni. Besti árangur hans var í byrjun ágúst þegar hann endaði í sjötta sæti á móti í Svíþjóð. Alls hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af alls fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert