Guðlaugur og Þórhallur hlutskarpastir

Frá Íslandsmóti eldri kylfinga á Garðavelli 2016.
Frá Íslandsmóti eldri kylfinga á Garðavelli 2016. Ljósmynd/LEK

Síðasta mót ársins hjá Landssambandi eldri kylfinga (LEK) fór fram sunnudaginn 18. september á Leirdalsvelli í umsjón GKG, en Borgun var helsti stuðningsaðili mótsins að þessu sinni.

Leikfyrirkomulag var punktakeppni, betri bolti, þar sem tveir leika saman í liði og betra skor á holu er talið. Ræst var út samtímis á öllum teigum. Veitt voru verðlaun fyrir 12 efstu sætin, nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og lengsta teighögg á 1. braut, bæði karla og kvenna.

Sigurvegarar með 47 punkta urðu landsliðsmennirnir Guðlaugur Kristjánsson og Þórhallur Sigurðsson.

Lengsta teighögg kvenna: Anna Snædís Sigmarsdóttir GK

Lengsta teighögg karla: Rúnar Svanholt GR

Næstir holu í upphafshöggi:

2. braut : Benedikt Gunnarsson GSG 3,63 metrar

4. braut: Hörður Sigurðsson GR 1,41 metri

9. braut: Andrés I. Guðmundsson GKG 5,13 metrar

11. braut: Sæbjörn Guðmundsson GR 0,91 metri

13. braut: Kristín Ó. Ragnarsdóttir GR 1,32 metrar

17. braut: Rudolf Nielsen GR 0,53 metrar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert