Ólafur Björn í kjörstöðu - góður hringur hjá Þórði

Ólafur Björn Loftsson.
Ólafur Björn Loftsson. mbl.is/Styrmir Kári

Kylfingarnir Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Ólafur Björn Loftsson úr GKG, léku báðir undir parinu í dag á þriðja hring þeirra á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Ólafur Björn lék á 70 höggum í dag, -1, og er í góðri stöðu fyrir lokahringinn á morgun en hann er í 10 sæti. Ólafur Björn leikur á Golf d’Hardelot-vellinum í Frakklandi en þar gefa 24 efstu sætin þátttökurétt á 2. stigi mótsins. Ólafur Björn er að keppa í fimmta skipti á 1. stigi mótsins en hann komst á 2. stigið árið 2014.

Þórður Rafn lék afar vel í dag og fór hringinn á Ribagolfe-vellinum í Portúgal á 70 höggum, tveimur höggum undir pari, og kom sér upp um 14 sæti í dag. Þórður Rafn er í 27. sæti en 23. sæti og ofar gefur sæti á 2. stigi úrtökumótsins, en Þórður er tveimur höggum frá þeim sem komast á næsta stig áður en lokahringurinn fer fram á morgun.

Hér má sjá stöðuna í mótinu hjá Ólafi. 

Hér má sjá stöðuna í mótinu hjá Þórði.

Þórður Rafn Gissurarson
Þórður Rafn Gissurarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert