Rose og Stenson mæta Spieth og Reed

Jordan Spieth og Patrick Reed eru klárir í slaginn.
Jordan Spieth og Patrick Reed eru klárir í slaginn. AFP

Justin Rose og Henrik Stenson munu leika saman fyrir hönd Evrópu sem freistar þess að vinna Ryder-bikarinn í fjórða skiptið í röð.

Rose og Stenson leika í fyrsta fjórmenningnum á morgun gegn Jordan Spieth og Patrick Reed sem munu keppa fyrir hönd Bandaríkjanna í þessari viðureign. 

Í öðrum viðureignum mæta fyrir hönd Evrópuliðsins Rory McIlroy og Andy Sullyvan þeim Phil Mickelson og Rickie Fowler, Sergio Garica og Martin Kaymer etja kappi við Jimmy Walker og Zach Johnson á mðean Thomas Pieters og Lee Westwood spila við Dustin Johnson og Matt Kuchar.

HÉR má sjá fyrirliða beggja liða, þá David Love III og Darren Clarke kynna lið sín. 

Fjórmenningur á föstudegi:

Tími:  Bandaríkin — Evrópa

12:35 Spieth og Reed — Rose og Stenson

12:50 Mickelson og Fowler — McIlroy og Sullivan

13:05 Walker og Z. Johnson — Garcia og Kaymer

13:20 D. Johnson og Kuchar — Pieters og Westwoods

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert