Norðurlandabúi leiðir lið Evrópu

Thomas Björn var varafyrirliði hjá Evrópu í Ryder-bikarnum í haust.
Thomas Björn var varafyrirliði hjá Evrópu í Ryder-bikarnum í haust. AFP

Daninn Thomas Björn verður fyrirliði Evrópu þegar það mætir Bandaríkjunum næst í Ryder-bikarnum í golfi, í París árið 2018.

Þetta var tilkynnt í dag. Björn hefur fjórum sinnum verið varafyrirliði og var í sigurliði Ryder-bikarsins árin 1997, 2002 og 2014. Hann hefur unnið 15 mót á Evrópumótaröðinni.

Björn, sem er 45 ára gamall, er fyrsti Norðurlandabúinn sem stýrir liði Evrópu, en hann var valinn fram yfir Skotann Paul Lawrie. Björn er fjórði fyrirliði Evrópu frá landi utan Bretlandseyja, en hinir þrír eru Spánverjarnir Seve Ballesteros og José María Olazábal, og Þjóðverjinn Bernhard Langer.

Darren Clarke var fyrirliði Evrópu í síðasta Ryder-bikar, þegar Bandaríkin bundu enda á sigurgöngu Evrópu með 17:11-sigri í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert