Haraldur Franklín lék best Íslendinganna

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. mbl.is/Eggert

Það var á brattann að sækja hjá íslensku kylfingunum á lokahringnum á PGA Catalunya Resort-mótinu í golfi sem lauk í Barcelona í dag en mótið var hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í dag. Haraldur Franklín Magnús og Birgir Leifur Hafþórsson léku lokahringinn á 4 höggum yfir pari og Andri Þór Björnsson lék á 6 höggum yfir parinu.

Haraldur Franklín endaði í 40. sæti á mótinu en hann lék á samtals 4 höggum yfir parinu. Birgir Leifur varð í 47. sæti á samtals 5 höggum yfir pari og Andri Þór endaði í 47. sæti, 7 höggum yfir parinu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Axel Bóasson komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert