Tveir á lokamótinu

Bjarki Pétursson og Gísi Sveinbergsson.
Bjarki Pétursson og Gísi Sveinbergsson. Ljósmynd/golf.is

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson og Hafnfirðingurinn Gísli Sveinbergsson verða á meðal keppenda á lokamóti efstu deildar bandaríska háskólagolfsins, NCAA, sem hefst á föstudag. Netmiðillinn Kylfingur.is greinir frá þessu.

Tvö lokamót eru haldin, annað fyrir konur og hitt fyrir karla.

Lokamótin eru stór í sniðum og hafa fjölmargir heimsþekktir kylfingar farið í gegnum háskólagolfið og keppt á lokamótum NCAA. Bjarki er sem stendur í 94. sæti listans og Gísli í 100. sæti eftir veturinn.

Sigmundur Einar Másson úr GKG á bestan árangur Íslendinga þegar kemur að lokamóti NCAA. Þar var hann nærri sigri árið 2007 og hafnaði í 2. sæti eftir að hafa farið í bráðabana um sigurinn í mótinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert