Berglind getur enn varið titilinn

Berglind Björnsdóttir á titil að verja.
Berglind Björnsdóttir á titil að verja. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Berglind Björnsdóttir er komin í átta manna úrslit á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Berglind vann mótið í fyrra og á hún enn möguleika á að verja titil sinn. Hún mætir Önnu Sólveigu Snorradóttur í fyrramálið. Gísli Svein­bergs­son, sigurvegari í karlaflokki í fyrra er ekki meðal keppenda í ár. 

Berglind hafði betur gegn Evu Karen Björnsdóttur og Helgu Kristínu Einarsdóttur í sínum riðli í dag, en tapaði fyrir Huldu Clöru Gestsdóttur. 

Björn Óskar Guðjónsson lék mjög vel í karlaflokki og vann allar sínar viðureignir. Hann mætir Jóhannesi Guðmundssyni á morgun en hér að neðan má sjá átta manna úrslitin í heild sinni. 

Hér má sjá átta manna úrslitin í heild sinni.
Hér má sjá átta manna úrslitin í heild sinni. Ljósmynd/golf.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert