Frábær spilamennska Ólafíu í Arkansas

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í golfi, komst í kvöld að öllum líkindum í fjórða skipti í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótaröðinni í golfi með frábærri spilamennsku á Walmart NV-mótinu í Arkansas í Bandaríkjunum. Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is.

Ólafía endaði á -3 höggum í 41. til 53. sæti en niðurskurðarlínan var sett við -1 og Ólafía því væntanlega nokkuð örugg áfram þrátt fyrir einhverjir kylfingar eigi eftir að ljúka leik.

Ólafía spilaði afar stöðugt golf í dag í blíðskaparveðri í Arkansas við kjöraðstæður og var lengstum á -4 í heildina, talsvert langt frá niðurskurðarlínunni og fékk ekki sinn fyrsta skolla fyrr en á 15. holu.

Hún fékk samtals tvo fugla, einn skolla og 15 pör.

Ólafía gæti einnig með árangrinum verið að tryggja sig inn á KPMG-risamótið í golfi sem fram fer um næstu helgi en 150 efstu kylfingarnir á peningalista mótaraðarinnar komast þangað inn, en á síðasta lista var Ólafía í 136. sæti.

Ólafía hefur þrisvar áður komist í gegnum niðurskurðinn, á Bahamaeyjum og í Ástralíu, sem voru tvö fyrstu mótin hennar, og í Michigan í Bandaríkjunum í maí. Hennar er besti árangur er 30. sætið í Ástralíu á þessari sterkustu mótaröð í heimi.

Ólafía í Arkansas, 2. hringur. opna loka
kl. 23:02 Haukar Leik lokið Stórglæsilegt. Ólafía nánast örugglega komin áfram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert