Nýtt nafn á bikarinn í báðum flokkum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Nú er orðið ljóst hverjir mætast í úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni, KPMG-bikarsins í golfi, sem fram fer á Vestmannaeyjavelli þar sem leiknar eru 13 holur en ekki 18 á mótinu.

Í kvennaflokki mætast Keiliskonurnar Helga Kristín Einarsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG, leikur til úrslita gegn Agli Ragnari Gunnarssyni, GKG, í karlaflokki.

Helga Kristín sigraði Önnu Sólveigu Snorradóttir, GK, 4/3 en Guðrún Brá vann 7/6 sigur á Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur, GK.

Egill Ragnar sigraði Stefán Þór Bogason, GR, 7/5 á mðean Alfreð Brynjar lagði Jóhannes Guðmundsson, GR, 3/2.

Enginn af þeim kylfingum sem komnir eru í úrslit hafa unnið mótið áður og ljóst að ný nöfn verða grafin á bikarinn í báðum flokkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert