Ólafía skrifar söguna

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun í dag skrá nafn sitt í sögubækurnar sem fyrsti íslenski kylfingurinn sem tekur þátt í risamóti í golfi. Hún spilar þá fyrsta hring á KPMG-risamótinu sem fram fer á Olympia Fields-vellinum í útjaðri Chicago í Bandaríkjunum, en þetta er næststærsta mót ársins á LPGA-mótaröðinni; þeirri sterkustu í heimi.

Þetta mót hefur verið haldið frá árinu 1955, en í fyrsta skipti mun það nú fara fram í Chicago. Allir 100 efstu kylfingarnir á peningalista mótaraðarinnar eru á meðal þátttakenda og því um ógnarsterkt mót að ræða. Þetta er 12. mótið á LPGA-mótaröðinni hjá Ólafíu á fyrsta ári hennar á stærsta sviðinu og vann hún sér þátttökurétt með árangri sínum á mótaröðinni til þessa.

Verðlaunafé á þessu risamóti er skiljanlega mun hærra en á öðrum mótum sem hún hefur tekið þátt í fram að þessu. Í heildina nemur það 3,5 milljónum dollara, eða tæpum 370 milljónum íslenskra króna, þar sem sigurvegarinn mun fá rúmar 55 milljónir króna í sinn hlut. En hærra verðlaunafé þýðir jafnframt að fleiri stig eru gefin fyrir má segja sama árangur en á öðrum mótum, sem getur reynst mjög mikilvægt.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert