Spieth með tveggja högga forskot

Jordan Spieth.
Jordan Spieth. AFP

Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth er einn í forystu eftir tvo hringi á opna breska meistaramótinu í golfi sem spilað er á Royal Birkdale-vellinum.

Spieth, sem af mörgum er talinn sigurstranglegur á mótinu, lék hringinn í dag á einu höggi undir pari og er samanlagt fimm höggum undir parinu. Spieth hefur tveggja högga forskot á landa sinn, Matt Kuchar, og þar á eftir á þremur höggum undir pari eru Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka og Englendingurinn Ian Poulter.

N-Írinn Rory McIllroy er á einu höggi undir pari en hann lék á tveimur höggum undir parinu í dag.

Spánverjinn Sergio Garcia er á tveimur yfir pari og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson, efsti maður heimslistans, er á þremur höggum yfir parinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert