Frábær spilamennska Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega í dag á lokadegi Marathon Classic-mótsins í Ohio-ríki í Bandaríkjunum á LPGA-mótaröðinni í golfi. Hringinn fór hún á 67 höggum, fjórum höggum undir pari sem skilaði Ólafíu í 42. sætið er skorkort hennar kom í hús.

Ólafía lék hina hringina þrjá á 71, 70, og 72 höggum og því um hennar langbesta hring að ræða í dag.

Ólafía breytti pörunum frá því í gær í fugla og fékk sex slíka í dag og tvo skolla. Pörin voru því 10.

Enn eiga þónokkuð margir kylfingar í kringum Ólafíu eftir að ljúka leik og því gæti staða hennar í 42. sæti eitthvað breyst. Hins vegar er ljóst að Ólafía er líklega að ná sínum þriðja besta árangri á mótaröðinni í ár.

Af þeim fjórtán mótum sem Ólafía hefur leikið á mótaröðinni hefur hún náð niðurskurðinum sex sinnum. Hennar besti árangur kom snemma í ár er hún náði 30. sæti á móti í Ástralíu. Á síðasta móti náði hún 36. sæti í Thornberry Creek og ljóst að Ólafía er í feiknaformi þessa dagana.

Þá á einnig eftir að koma í ljós hversu mikið Ólafía mun hækka sig á peningalista mótaraðarinnar en fyrir mótið var hún í 121. sæti listans. 100 efstu fá þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili.

Ólafía í Ohio - lokahringur opna loka
kl. 15:46 Textalýsing 18-FUGL Jájájá! Annar fuglinn í röð og sjá sjötti í dag. Algjörlega frábær frammistaða hjá Ólafíu sem er að klára hringinn á 67 höggum, og á fjórum undir í dag. Hennar langbesti hringur á mótinu. Staðan: -4, 42. sæti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert