Tólf kylfingar keppa erlendis

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tekur þátt í Scottish Open sem hefst …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tekur þátt í Scottish Open sem hefst á fimmtudaginn. AFP

Mikið er um að vera hjá okkar fremstu kylfingum, en alls munu 12 Íslendingar leika á sterkum mótum víðsvegar í Evrópu á næstu dögum.

Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) og Saga Traustadóttir (GR) leika á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer í Sviss. Þær hefja leik á morgun.

Kristófer Karl Karlsson (GM), Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) og Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA) hefja leik á European Young Masters á fimmtudaginn. Mótið fer fram í Ósló.

Auk þeirra munu atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Ólafur Björn Loftsson leika á Opna Gamle Fredrikstad-mótinu sem er hluti af Nordic League-mótaröðinni og fer fram í Svíþjóð. Þeir hefja leik á morgun.

Ólafía Þ. Kristinsdóttir hefur leik á Scottish Open á fimmtudaginn í Aberdeen í Skotlandi, en það mót er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Birgir Leifur Hafþórsson leikur á Áskorendamótaröðinni, en mótið hefst á fimmtudag og fer fram í Svíþjóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert